MPM Master of Project Management


Ferð MPM nema 15. og 16. aprílHefð er fyrir því að í lok 2. misseris er farið í vettvangsferð innanlands,
til að fræðast um áhugaverð verkefni á landsbyggðinni.
Helgina 15. og 16. apríl var dvalið í Vestmannaeyjum. Meðal viðkomustaða
föstudaginn 15. apríl voru Vestmannaeyjabær þar sem hópurinn fræddist um
rekstur bæjarins, uppbyggingu bæjarfélagsins og framtíðarvæntingar til
Landeyjarhafnar. Hjá HS – Veitum fór Ívar Atlason yfir það hvernig vatnið og
rafmagnið berst til Vestmannaeyja en Eyjamenn sækja bæði vatn og rafmagn á
fastalandið. Hópurinn endaði daginn hjá fyrirtækinu Grímur kokkur, fékk
skoðunarferð um fyrirtækið, kynningu á sögu þess og smökkuðu á afurðum.
Fyrirtækið var stofnað í desember 2005 af Grími Gíslasyni og framleiðir holla
og bragðgóða sjávarrétti sem eru fulleldaðir og tilbúnir til neyslu á innan við
fimm mínútum.

Laugardaginn 16. apríl fór hópurinn í skoðunarferð um Vestmannaeyjar. Þá
hitti hópurinn Pál  Scheving sem fræddi
þau um viðburðastjórnun í Vestmannaeyjum með aðaláherslu á Þjóðhátíð sem haldin
er um Verslunarmannahelgina ár hvert. Þaðan var fyrirtækið Fab Lab heimsótt en
Fab Lab(Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að
búa til nánast hvað sem er. Nýsköpunarmiðstöð Íslands setti upp Fab Lab smiðju
í Vestmannaeyjum sumarið 2008. Smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og
fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í
framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar
tækni.

Nemendur voru á einu máli um að ferðin hafi verið áhugaverð og lærdómsrík og
gaman að sjá hinn mikla þrótt, sköpunarkraft og bjartsýni gestgjafa í
Vestmanneyjum í þessari ferð.

MPM námið þakkar fjöldamörgum gestgjöfum sínum í
þessari ferð fyrir aldeilis frábærar viðtökur.

Myndin sýnir hópinn við bæ Herjólfs í Herjólfsdal