MPM Master of Project Management


Útskriftarnemar vor 2011

Þann 11. júní útskrifuðust 25 MPM nemar frá Háskóla Íslands. Þeir eru boðberar nýrrar hugsunar og aukinnar skilvirkni sem gagnast mun íslensku atvinnulífi jafnt sem erlendu. Við óskum þeim öllum velfarnaðar í leik og starfi

Ráðstefnan "Vor í íslenskri verkefnastjórnun" Hótel Sögu 20. maí kl. 13:00-16:20

Föstudaginn 20. maí stendur MPM námið fyrir ráðstefnunni "Vor í
íslenskri verkefnastjórn". Ráðstefnan fer fram á Hótel Sögu frá klukkan
13:00-16:20.

Á fjórða og síðasta misseri MPM náms vinna nemendur að lokaverkefnum
undir handleiðslu fræðimanna innan og utan háskólans. Verkefnin fela í
sér úttektir á afmörkuðum sviðum sem nemendur hafa áhuga þar sem beitt er viðurkenndum rannsóknaraðferðum, megindlegum eða eigindlegum.

Ráðstefnan "Vor í íslenskri verkefnastjórnun" er vettvangur nemenda til að kynna niðurstöður sínar. Hún endurspeglar þann metnað nemenda og MPM námsins að taka þátt í uppbyggingu þekkingar í verkefnastjórnun.

Alls verða 26 verkefni kynnt á ráðstefnunni sem fer fram í þremur samhliða straumum. Ráðstefnan er öllum opin og án aðgangseyris. Nánari dagskrá má finna hér.

Ferð MPM nema 15. og 16. apríl

Hefð er fyrir því að í lok 2. misseris er farið í vettvangsferð innanlands,
til að fræðast um áhugaverð verkefni á landsbyggðinni. Helgina 15. og 16. apríl var dvalið í Vestmannaeyjum. Meðal viðkomustaða
föstudaginn 15. apríl voru Vestmannaeyjabær þar sem hópurinn fræddist um
rekstur bæjarins, uppbyggingu bæjarfélagsins og framtíðarvæntingar til
Landeyjarhafnar. Hjá HS – Veitum fór Ívar Atlason yfir það hvernig vatnið og
rafmagnið berst til Vestmannaeyja en Eyjamenn sækja bæði vatn og rafmagn á
fastalandið. Hópurinn endaði daginn hjá fyrirtækinu Grímur kokkur, fékk
skoðunarferð um fyrirtækið, kynningu á sögu þess og smökkuðu á afurðum.
Fyrirtækið var stofnað í desember 2005 af Grími Gíslasyni og framleiðir holla
og bragðgóða sjávarrétti sem eru fulleldaðir og tilbúnir til neyslu á innan við
fimm mínútum.

Laugardaginn 16. apríl fór hópurinn í skoðunarferð um Vestmannaeyjar. Þá
hitti hópurinn Pál  Scheving sem fræddi
þau um viðburðastjórnun í Vestmannaeyjum með aðaláherslu á Þjóðhátíð sem haldin
er um Verslunarmannahelgina ár hvert. Þaðan var fyrirtækið Fab Lab heimsótt en
Fab Lab(Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að
búa til nánast hvað sem er. Nýsköpunarmiðstöð Íslands setti upp Fab Lab smiðju
í Vestmannaeyjum sumarið 2008. Smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og
fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í
framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar
tækni.

Nemendur voru á einu máli um að ferðin hafi verið áhugaverð og lærdómsrík og
gaman að sjá hinn mikla þrótt, sköpunarkraft og bjartsýni gestgjafa í
Vestmanneyjum í þessari ferð.

MPM námið þakkar fjöldamörgum gestgjöfum sínum í
þessari ferð fyrir aldeilis frábærar viðtökur.

Opin kynning á hópverkefnum í MPM námi þann 3. maí

Nemendur á fyrra ári í MPM námi við IVT deild Háskóla Íslands kynna afrakstur umfangsmikilla hópverkefna sem þeir hafa unnið að á vormisserinu. Kynningin verður þriðjudaginn 3. maí á Hilton Nordica hóteli í sal I og hefst kl. 16.00. Fundarstjóri verður Gunnar Torfason ráðgjafarverkfræðingur. Fyrirkomulag kynningarinnar er þannig að vinnuhópar hafa 20 mínútur til umráða til að kynna verkefni sín. Að því loknu er 5-10 mínútna spurninga- og umræðutími.

Verkefnið Menningarnótt - opinn fyrirlestur

MPM námið við HÍ og MPM félagið standa fyrir opnum fyrirlestri
miðvikudaginn 16. mars í Þjóðminjasafninu frá klukkan 12:00-13:00. Sif
Gunnarsdóttir kemur og fjallar um verkefnið: Menningarnótt. Aðgangur er
ókeypis.

Umhverfis jörðina á 80 dögum

MPM nemendur á fyrsta ári vinna að raunhæfa verkefninu ,,Umhverfis jörðina á 80 dögum". Fylgist með í Íslandi í dag í kvöld

Hér má sjá upplýsingar um ferðina á Facebook.

Lykilárangursþættir í alþjóðlegu vinnuumhverfi - Success factors for working internationally

Miðvikudaginn 23. febrúar
stendur MPM félagið fyrir námskeiði (e. workshop) í samvinnu við MPM nám í
verkefnastjórnun við Háskóla Íslands.

What are the challenges of working internationally? Which solutions do leaders
and organisations need to implement to ensure success?
In this networking event, Bob Dignen, a trainer and coach for international
teamwork and leadership, facilitates an investigation into success factors for
working across cultures.
Following a presentation, participants will have the opportunity to share
experiences and discover solutions together for real issues affecting their own
organisations.

BOB DIGNEN er framkvæmdastjóri ráðgjafastofunnar York Associates og sérhæfir
hann sig í námskeiðum fyrir alþjóðleg teymi og hefur meðal annars skrifað
bækurnar “50 Ways to improve your international presentation skills” og “50
Ways to improve your intercultural skills” útgefnar af Summertown. Bob Dignen
er einnig meðhöfundur að æfingaefni á margmiðlunarformi fyrir alþjóðleg teymi
sem heitir “Developing People Internationally”.
Bob hefur einnig unnið fyrir Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar á
Íslandi og er gestakennari við MPM námið við Háskóla Íslands.

Staðsetning: Neisti, húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7.
Tími: Miðvikudagurinn 23. febrúar, kl. 16:45-18:45.
Verð: 2.900 kr., boðið verður upp á léttar veitingar í hléi.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á mpmfelag@gmail.com eigi síðar en á hádegi
þriðjudaginn 22. febrúar. Takmarkaður sætafjöldi.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn!

Hvernig nærð þú árangri á alþjóðavettvangi?

Hvernig er að starfa á alþjóðavettvangi? Hvaða viðbótaráskorunum þarf að huga að? Hvaða sérstöku færni þarf að búa yfir til að ná árangri við störf í alþjóðlegu umhverfi?
 
Fimmtudaginn 11. nóvember stendur MPM félagið fyrir hádegisfyrirlestri á Hilton hótel Nordica í samvinnu við MPM nám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands þar sem Bob Dignen fer nánar í lykilspurningar fyrir stjórnendur og sérfræðinga sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og skýrir frá áhugaverðum aðferðum til að auka árangur í starfi.
 
BOB DIGNEN er framkvæmdastjóri ráðgjafastofunnar York Associates og sérhæfir hann sig í námskeiðum fyrir alþjóðleg teymi og hefur meðal annars skrifað bækurnar “50 Ways to improve your international presentation skills” og “50 Ways to improve your intercultural skills” útgefnar af Summertown. Bob Dignen er einnig meðhöfundur að æfingaefni á margmiðlunarformi fyrir alþjóðleg teymi sem heitir “Developing People Internationally”.
 
Bob hefur einnig unnið fyrir Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi og er gestakennari við MPM námið við Háskóla Íslands.
 
Staðsetning: Hilton hótel Nordica, salur F og G.
Tími: Dagskráin hefst kl: 12:00, húsið opnar kl: 11:50.
Verð: 3.250 kr. fyrir hádegisverð að hætti VOX, kaffi og konfekt.
 
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á mpmfelag@gmail.com eigi síðar en á hádegi miðvikudaginn 10. nóvember. Takmarkaður sætafjöldi.
 
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn!

Birting MPM lokaverkefnis í Journal of Generic Medicine

MPM námið er ákaflega stolt af Hrefnu Haraldsdóttur (útskrifuð MPM) sem fékk á dögunum lokaverkefnið sitt birt í Journal of Generic Medicine. Verkefnið ber heitið Community referrals – Opportunities for improvements.

Ráðstefnan "Vor í íslenskri verkefnastjórnun" Hótel Sögu 21. maí kl. 13-17

Föstudaginn 21. maí stendur MPM námið fyrir ráðstefnunni "Vor í íslenskri verkefnastjórn". Ráðstefnan fer fram á Hótel Sögu frá klukkan 13:00-17:00.

Á fjórða og síðasta misseri MPM náms vinna nemendur að lokaverkefnum
undir handleiðslu fræðimanna innan og utan háskólans. Verkefnin fela í
sér úttektir á afmörkuðum sviðum sem nemendur hafa áhuga þar sem beitt
er viðurkenndum rannsóknaraðferðum, megindlegum eða eigindlegum.

Verkefnisstjóri óskast!

Verkefnið "Sjálfbært samfélag í Fljótum" er á forsvari óstofnaðs Framfarafélags í Fljótum og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Á dagskránni er að byggja upp útivistarmiðstöð á Klafabrekknadal, koma upp fræðasetrinu Tröllaskagastofu, bygja upp ferðamannaiðnað og hlúa að smábátaútgerð í Haganesvík og vinna að uppbyggingu heilsárs ferðaþjónustu í Bjarnargili. Meginmarkmið verkefnisins til 5 ára eru m.a. að fjölga íbúum í Fljótum um 25 og gera Fljótin að sjálfbæru samfélagi. Fyrsti áfanginn verður að halda málþing um sjálfbært samfélag í Fljótum í júní 2010.
Nú er leitað að verkefnisstjóra til að stýra þessu verkefni. Mikil áhersla er lögð á að viðkomandi hafi menntun á sviði verkefnastjórnunar og stefnumótunar. Áhugasamir geta haft samband við Trausta Sveinsson bónda á Bjarnargili í síma 8668788 (netfang: traustisveins@gmail.com). Trausti veitir allar nánari upplýsingar um verkefnið, hverjir standa að því og í hverju starf verkefnisstjórans mun felast.  

Hádegisfundur MPM 6. maí kl. 12.00

Verkefnið: Umbætur í flæðisstýringu sjúklinga - góður árangur á LSH
Hildur Helgadóttir innlagnastjóri LSH

Staður: Náma, Endurmenntun
kl: 12.00-13.00

Opin kynning á hópverkefnum í MPM námi 4. maí

Nemendur á fyrra ári í MPM námi við IVT deild Háskóla Íslands kynna
afrakstur umfangsmikilla hópverkefna sem þeir hafa unnið að á
vormisserinu. Kynningin verður haldin þriðjudaginn 4. maí á Hótel
Loftleiðum og hefst kl. 16.00. Fundarstjóri verður Dr. Björn
Þorsteinsson heimspekingur. Fyrirkomulag kynningarinnar er þannig að
vinnuhópar hafa 20 mínútur til umráða til að kynna verkefni sín. Að því
loknu er 5 - 10 mínútna spurninga- og umræðutími.

Frábær vettvangsferð MPM nema

Glerhjúpur Hörpunnar - á mörkum þess gerlega