MPM Master of Project Management


Glerhjúpur Hörpunnar - á mörkum þess gerlegaHvernig leysir maður verkefni sem aldrei hefur verið gert áður og verður aldrei gert aftur?

Fimmtudaginn 15. apríl frá klukkan 12:00- 13:00 verður fyrirlestur um byggingu glerhjúpsins. Á fyrirlestrinum munu verkfræðingarnir Sigurður Ragnarsson og Pétur Már Ómarsson fjalla um lausn þessa verkefnis sem er einstakt í íslenskri byggingasögu og e.t.v það flóknasta sem nokkru sinni verður byggt á Íslandi.

Fyrirlesturinn er opinn öllum og er í húsnæði Endurmenntunar að Dunhaga 7 í stofu sem heitir Náma.