MPM Master of Project Management


Hádegisfundur MPM 6. maí kl. 12.00Verkefnið: Umbætur í flæðisstýringu sjúklinga - góður árangur á LSH
Hildur Helgadóttir innlagnastjóri LSH

Staður: Náma, Endurmenntun
kl: 12.00-13.00

Á undanförnum árum hefur verið unnið sleitulaust að bættu flæði sjúklinga innan Landsspítala Háskólasjúkrahúss (LSH). Verkefnið er
gríðarflókið og nær til margra ólíkra deilda og starfstétta innan spítalans. Náðst hefur góður árangur á þessu sviði. Hildur Helgadóttir MPM og innlagnastjóri LSH flytur hádegiserindi um þetta málefni. Fullyrða má að efni fyrirlestursins eigi sér skírskotun í mörg önnur flæðisverkefni.