MPM Master of Project Management


Nemendur Þeir sem sækja MPM nám koma úr ýmsum áttum og þeir hafa fjölbreytta reynslu og faglegan bakgrunn. Til gamans má geta þess að ef horft er á núverandi nemendur og útskrifaða nemendur má sjá að margir hafa viðskiptagrunn og tölvunarfræðigrunn. Einnig er raunvísindafólk áberandi, tæknifólk og hug- og félagsvísindafólk auk þess sem margir koma úr heilbrigðisgreinum. Þessi fjölbreytileiki nýtist afar vel í umræðum í fyrirlestrum. Mikið er lagt upp úr því að vinna með reynsluna sem býr í hópnum og þátttakendur í náminu fá mikið upp úr umræðum, samráði og tengslamyndun við aðra þátttakendur.

Við erum afar stolt af nemendum okkar, þeir eru boðberar nýrrar hugsunar og aukinnar skilvirkni sem án efa á eftir að gagnast íslensku atvinnulífi jafnt og erlendu í framtíðinni.

 

 

 

Nemendaráð nemendahóps 2009-2011:

Andrea Kristín Jónsdóttir, netfang: akj7@hi.is
Björk Felixdóttir, netfang: bjf4@hi.is
Friðleifur Kristjánsson, netfang: frk10@hi.is
Gerða Sigmarsdóttir, netfang: gerda@hi.is
Svavar Garðar Svavarsson, netfang: sgs16@hi.is