MPM Master of Project Management


Ráðstefnan "Vor í íslenskri verkefnastjórnun" Hótel Sögu 21. maí kl. 13-17Föstudaginn 21. maí stendur MPM námið fyrir ráðstefnunni "Vor í
íslenskri verkefnastjórn". Ráðstefnan fer fram á Hótel Sögu frá klukkan
13:00-17:00.

Á fjórða og síðasta misseri MPM náms vinna nemendur að lokaverkefnum
undir handleiðslu fræðimanna innan og utan háskólans. Verkefnin fela í
sér úttektir á afmörkuðum sviðum sem nemendur hafa áhuga þar sem beitt
er viðurkenndum rannsóknaraðferðum, megindlegum eða eigindlegum.

Ráðstefnan "Vor í íslenskri verkefnastjórnun" er vettvangur nemenda til að kynna niðurstöður sínar. Hún endurspeglar þann metnað nemenda og MPM námsins að taka þátt í uppbyggingu þekkingar í verkefnastjórnun. Sem dæmi um nokkur verkefni sem kynnt verða þann 21. maí má nefna hönnun stjórnkerfis fyrir verkefnaskrá fyrirtækis í upplýsingatækni, samkeyrslu scrum og kanban aðferðafræði, mat á umhverfisáhrifum frá sjónarhorni verkefnastjórnunar og verkefnastjórnun í hinum ört vaxandi fatahönnunariðnaði á Íslandi.

Alls verða 30 verkefni kynnt á ráðstefnunni og hún fer fram í þremur samhliða straumum. Ráðstefnan er öllum opin og án aðgangseyris. Nánari dagskrá má finna hér.