MPM Master of Project Management


Rafræn umsókn um MPM námiðUmsóknin skiptist í fjóra meginhluta:
1.    Hin formlega umsókn (rafræn umsókn).
2.    Greinargerð þar sem óskað eftir að umsækjendur skrifi stutta greinargerð um áhuga sinn á náminu, markmiðið með því að fara í námið og viljann til að ljúka því. Einnig stuttri umfjöllun um reynslu af þátttöku í verkefnum og verkefnastjórnun. Þessi greinargerð er höfð til viðmiðunar þegar nemendur eru valdir inn í námið.
3.    Umsagnir tveggja aðila. Umsækjendur skulu afla sér umsagna tveggja aðila (sjá skjalið Umsagnareyðublað). Umsagnaraðili skal senda umsagnir sínar beint til verkfræðideildar Háskóla Íslands, Hjarðarhaga 2-6, 107 Reykjavík, merktar MPM náminu eða í Endurmenntun HÍ að Dunhaga 7, 107 Reykjavík
4.    Náms- og starfsferilsskrá (CV) umsækjandans og viðeigandi prófskírteini.

Athugið - til að umsóknin sé gild þurfa öll ofangreind gögn að fylgja umsókninni.

Tilgreinið skóla, gráðu, aðalnámsgrein og útskriftarár

Sérstaklega er spurt um vald á ensku, en umsækjandi er hvattur til að upplýsa um önnur tungumál sem hann hefur vald á.

Í sérstakri greinargerð, sem fylgja skal umsókn, er umsækjandi beðinn um að útskýra áhuga sinn á náminu og rökstyðja ósk um inngöngu. Umsækjandi er m.a beðinn að gera grein fyrir reynslu sinni af því að starfa í verkefnum. Lengd: Ein til tvær síður með 1,5 línubili.

Nauðsynlegt er að senda inn náms- og starsferilsskrá

Nauðsynlegt er að skila inn afriti af prófskírteini. Ef það er ekki til á rafrænu formi má koma með afrit á skrifstofu.