MPM Master of Project Management


Verkefnisstjóri óskast!Verkefnið "Sjálfbært samfélag í Fljótum" er á forsvari óstofnaðs
Framfarafélags í Fljótum og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Á dagskránni
er að byggja upp útivistarmiðstöð á Klafabrekknadal, koma upp
fræðasetrinu Tröllaskagastofu, bygja upp ferðamannaiðnað og hlúa að
smábátaútgerð í Haganesvík og vinna að uppbyggingu heilsárs
ferðaþjónustu í Bjarnargili. Meginmarkmið verkefnisins til 5 ára eru
m.a. að fjölga íbúum í Fljótum um 25 og gera Fljótin að sjálfbæru
samfélagi. Fyrsti áfanginn verður að halda málþing um sjálfbært
samfélag í Fljótum í júní 2010.
Nú er leitað að verkefnisstjóra til
að stýra þessu verkefni. Mikil áhersla er lögð á að viðkomandi hafi
menntun á sviði verkefnastjórnunar og stefnumótunar. Áhugasamir geta
haft samband við Trausta Sveinsson bónda á Bjarnargili í síma 8668788
(netfang: traustisveins@gmail.com). Trausti veitir allar nánari
upplýsingar um verkefnið, hverjir standa að því og í hverju starf
verkefnisstjórans mun felast.